Menning

Ný bók um Hercule Poirot

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Agatha Christie.
Sophie Hannah hefur skrifað bók um eina vinsælustu persónu Christie, Hercule Poirot.
Agatha Christie. Sophie Hannah hefur skrifað bók um eina vinsælustu persónu Christie, Hercule Poirot.
Þótt Agatha Christie hafi legið í gröf sinni í 38 ár kom á dögunum út ný skáldsaga með einni frægustu persónu hennar, Hercule Poirot, í aðalhlutverki. Það var rithöfundurinn Sophie Hannah sem réðst í það stórvirki að skrifa sögu um þennan fræga einkaspæjara.



Bókin nefnist The Monogram Murders og þar aðstoðar Poirot lögreglumann hjá Scotland Yard, Edward Catchpool, við lausn á flókinni morðgátu.



Hannah hefur látið hafa eftir sér að hugmyndin hafi kviknað við lestur bókar Anthonys Horowitz um Sherlock Holmes, The House of Silk. „Það er ekta Sherlock-saga og mig langaði að ná fram sömu áhrifum,“ sagði hún í viðtali við The Telegraph um helgina.



Bókin er fáanleg sem rafbók á amazon.com ef æstir aðdáendur geta ekki beðið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×