Innlent

Nuddari á áttræðisaldri dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Farið var fram á 1,8 milljónir króna í miskabætur en Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn til að greiða henni 800 þúsund krónur.
Farið var fram á 1,8 milljónir króna í miskabætur en Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn til að greiða henni 800 þúsund krónur. Vísir/Getty
Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konu sem var í nuddi hjá honum. Maðurinn beitti hana ofbeldi þar sem hún lá á nuddbekk hjá honum aðeins íklædd einnota nærbuxum.

Maðurinn játaði brot sitt en í því fólst meðal annars að setja fingur í leggöng konunnar, strjúka brjóst hennar og kyssa hana.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómnum, hafi aldrei hlotið refsingu áður og að hann iðrist gjörða sinna. Á hinn bóginn er litið til þess að brot hans var alvarlegt og beindist að kynfrelsi konunnar.

Þá segir í dómnum að maðurinn hafi misnotað traust sem konan bar til mannsins þegar hún sótti til hans þjónustu. Þá liggi fyrir í málinu að andleg heilsa konunnar var erfið fyrstu mánuðina eftir brotið.

Farið var fram á 1,8 milljónir króna í miskabætur en Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn til að greiða henni 800 þúsund krónur. Dóminn í heild má nálgast á vefsíðu dómstólanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×