Körfubolti

Nowitzki hermdi eftir furðuvíti Zaza | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nowitzki á vítapunktinum.
Nowitzki á vítapunktinum. vísir/getty
Margir muna eftir spyrnu ítalska framherjans Simone Zaza í vítakeppninni í leik Ítalíu og Þýskalands í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi fyrr í þessum mánuði.

Zaza skaut yfir markið eftir afar furðulegt aðhlaup sem netverjar gerðu mikið grín af.

Þýska körfuboltastjarnan Dirk Nowitzki gerði góðlátlegt grín að þessu aðhlaupi Zaza í góðgerðarleik í Mainz á dögunum.

Nowitzki tók samskonar aðhlaup og Zaza og skaut svo langt framhjá eins og sjá má hér að neðan.

Margir þekktir íþróttamenn tóku þátt í góðgerðarleiknum sem var haldinn til heiðurs F1-goðsagnarinnar Michael Schumacher. Þar mættust úrvalslið Nowitzkis og ökuþórsins Sebastians Vettel.

Nowitzki skrifaði nýverið undir nýjan samning við NBA-liðið Dallas Mavericks sem gefur honum þrjá milljarða króna í aðra hönd á ári.

Nowitzki hefur leikið með Dallas allan sinn feril í NBA. Hinn 38 ára gamli Nowitzki stefnir að því að spila tvö tímabil til viðbótar og ná þar með 20 tímabilum í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×