Fótbolti

Nou Camp fær nýtt nafn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Svona á endurbættur Nývangur að líta út
Svona á endurbættur Nývangur að líta út Mynd/Barcelona
Hinn heimsfrægi Nývangur, eða Camp Nou, heimavöllur Barcelona mun fá nýtt nafn á næstu árum.

Áætlanir liggja fyrir um endurgerð á leikvanginum sem hefst seinna á tímabilinu og liggur fyrir að framkvæmdin kosti um 536 milljónir punda.

Félagið hyggst selja nafnrétt vallarins til þess að fjármagna endurgerðina og munu stjórnarmeðlimir félagsins kjósa um hvaða fyrirtæki fái að kaupa nafnréttinn snemma á næsta ári.

Framtíð félagsins hefur verið í umræðunni í kringum sjálfstæðisbaráttu Katalóníu, enda er Barcelona höfuðborg héraðsins.

Forseti félagsins, Josep Bartomeu, segir að félagið muni spila áfram í La Liga hvað sem gerist í pólitíkinni og að félagið sé ekki peð sem hægt er að nota í pólitískri valdabaráttu.

Forseti La Liga, Javier Tebas, hefur hins vegar áður sagt að Barcelona fái ekki leyfi til þess að spila í spænsku deildinni verði Katalóní að sjálfstæðu ríki.

Barcelona spilaði deildarleik gegn Las Palmas í byrjun mánaðarins fyrir luktum dyrum vegna þess að ósk félagsins um að fresta leiknum af sökum óeirða í borginni var neitað.


Tengdar fréttir

Íbúar Katalóníu vita ekki hvað tekur við

Óvissuástand ríkir í Katalóníu eftir að spænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að héraðið yrði svipt sjálfsstjórn. Þetta segir Óttar M. Norðfjörð, íslenskur rithöfundur sem búsettur er í Barcelona. Hann segir deilurnar um sjálfstæði hafa rekið fleyg í samband fjölskyldna í Katalóníu og hópar ungmenna sláist með katalónska og spænska fána á bakinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×