Lífið

Notaði nýstárlega aðferð við spilun My heart will go on

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn sýnir fram á að hann hefur magnaða færni í flautuleik.
Maðurinn sýnir fram á að hann hefur magnaða færni í flautuleik. Vísir/Skjáskot
Maður nokkur hefur gefið út magnaða ábreiðu af laginu My heart will go on sem upprunalega var flutt af söngkonunni Celine Dion.

Lagið sló í gegn árið 1997 í kvikmyndinni Titanic sem fjallaði um elskendurna þau Jack og Rose sem komu úr sitthvorri stéttinni áður en þau urðu ástfangin um borð í skipinu víðfræga sem svo sökk eftir að hafa siglt svo eftirminnilega á ísjaka.

Ábreiða mannsins er vægast sagt eftirminnileg en til þess að spila lagið notast maðurinn við tvær nasir og tvær flautur.

Þetta er afar stórglæsileg frammistaða sem veldur engum vonbrigðum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×