Erlent

Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Brussel.
Frá Brussel. Vísir/EPA
Forsvarsmenn UKIP flokksins og aðrir stjórnmálamenn sem vilja að Bretar yfirgefi Evrópusambandið, hafa notað árásirnar í Brussel sem rök fyrir útgöngunni eða Brexit. Meðal þess sem stjórnmálamennirnir hafa sagt er að Schengen samstarfið dragi úr öryggi þjóða.

Nigel Farage, leiðtogi UKIP, sagði á Twitter að hann væri í uppnámi vegna árásanna en hann væri sorgmæddur vegna framtíðarinnar. Þá sagði Allison Pearson að Brussel væri höfuðborg vígamanna í heiminum.

Samkvæmt Sky News hefur fólkið verið gagnrýnt harðlega fyrir að reyna að nota árásirnar í pólitískum tilgangi. Tíst Farage og Pearson má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×