Enski boltinn

Norwich í úrvalsdeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Norwich fagna marki Cameron Jerome.
Leikmenn Norwich fagna marki Cameron Jerome. Vísir/Getty
Norwich er á leið upp í ensku úrvalsdeildina á ný eftir eftir eins árs fjarveru, en Norwich vann 2-0 sigur á Middlesbrough í úrslitaleik um laust sæti í úrvalsdeildinni.

Leikurinn byrjaði afar fjörlega og liðin áttu skot í þverslánna á sömu mínútunni. Það var hins vegar hinn reyndi markaskorari Cameron Jerome sem kom Norwich yfir á tólftu mínútu.

Þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Þar var að verki Nathan Redmond, en hann skoraði þá eftir undirbúning frá steven Whittaker.

Staðan 2-0 í hálfleik. Rauðklæddir leikmenn Middlesbrough reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin, en kraftinn og áræðnina skorti.

Lokatölur urðu 2-0 sigur Norwich sem er því á leið í deild þeirra bestu á nýjan leik, en Norwich féll tímabilið 2013/2014. Magnaður árangur hjá hinum 33 ára Skota, Alex Neil, sem stýrir Norwich.

Með sigrinum tryggði Norwich sér einnig fullt af peningum, en sigurinn er metin á 120 milljónir punda eða 25 milljarða íslenskra króna.

Norwich fylgir Watford og Bournemouth upp í úrvalsdeildina, en Burnley, QPR og Hull falla niður í þeirra stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×