Viðskipti innlent

Norvik krefur Haga um skaðabætur

Ingvar Haraldsson skrifar
Bónus seldi mjólkurvörur langt undir kostnaðarverði.
Bónus seldi mjólkurvörur langt undir kostnaðarverði. fréttablaðið/gva
Norvik, fyrrverandi eigandi Krónunnar, hefur höfðað skaðabótamál á hendur Högum, eiganda Bónuss, fyrir Héraðsdómi Reykjaness vegna brota á samkeppnislögum á árunum 2005 og 2006. Bónus átti á þessum tíma í verðstríði við Krónuna og Nettó.

Samkeppniseftirlitið sektaði Haga um 315 milljónir króna árið 2008 vegna umræddra brota. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins kom fram að Bónus, sem væri markaðsráðandi fyrirtæki, hefði selt mjólk og mjólkurvörur langt undir kostnaðarverði með þeim afleiðingum að verslanir Bónuss voru reknar með tapi. Þá hafi forsvarsmenn Haga sagt í fjölmiðlum að tap fyrirtækisins vegna verðstríðsins hafi numið 700 milljónum króna.

Andri Árnason, lögmaður Norvik, segir matsmenn vera að störfum og vildi því ekki tjá sig um hve háar skaðabætur væri farið fram á í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×