Fótbolti

Norskur knattspyrnumaður fannst látinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Norska lögreglan
Norska neðrideildarfélagið Gjövik-Lyn tilkynnti í dag að hinn 23 ára Tomas Andrew Morgan er látinn. Hans hafði verið saknað frá því á sunnudag og fannst í Hunnselva-ánni í Gjövik, sem er rétt norðan við Ósló.

Lögreglan í Noregi telur ekki að dauðsfallið hafi borið að með saknæmum hætti en samkvæmt norskum fjölmiðlum hafði hann farið út að skemmta sér á laugardagskvöldið. Meira en 100 manns tóku þátt í leitinni að honum.

„Okkar ástkæri Thomas Andrew Morgan fannst látinn á þriðjudag,“ sagði í tilkynningu frá Gjövik-Lyn en hann gekk í raðir félagsins um síðustu áramót. „Hann var ekki aðeins frábær knattspyrnumaður heldur sérstaklega góður maður.“

Meðal þeirra sem hafa vottað honum virðingu sína er norski landsliðsmaðurinn Mats Möller Dæhli, líkt og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×