Handbolti

Norsku heimsmeistararnir heppnir með riðil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Noregur hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari undir stjórn Þóris Hergeirssonar.
Noregur hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari undir stjórn Þóris Hergeirssonar. vísir/getty
Heimsmeistarar Noregs verða í nokkuð þægilegum riðli á HM kvenna í handbolta í Þýskalandi í desember.

Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar eiga titil að verja en þær unnu HM í Danmörku 2015.

Í dag var dregið í riðla fyrir HM í Þýskalandi og lenti Noregur í B-riðli með Svíþjóð, Tékklandi, Ungverjalandi, Argentínu og Póllandi.

Fjögur efstu liðin í riðlunum fjórum komast áfram í 16-liða úrslit. Fari svo að norsku stelpurnar vinni B-riðilinn mæta þær liðinu sem endar í 4. sæti A-riðils, sem yrði væntanlega Slóvenía eða Angóla.

HM í Þýskalandi hefst 1. desember og lýkur sautjánda sama mánaðar.

Riðlarnir á HM 2017:

A-riðill:

Frakkland, Rúmenía, Spánn, Slóvenía, Angóla, Paragvæ

B-riðill:

Noregur, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Argentína, Pólland

C-riðill:

Danmörk, Rússland, Brasilía, Svartfjallaland, Japan, Túnis

D-riðill:

Holland, Þýskaland, Serbía, Suður-Kórea, Kína, Kamerún




Fleiri fréttir

Sjá meira


×