FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 08:00

LeBron: Ekki dirfast ađ tala um börnin mín

SPORT

Norskir sérfrćđingar hafa enga trú á strákunum okkar

 
Handbolti
13:45 14. JANÚAR 2016
Vignir Svavarsson og Sverre Jakobsson láta Harald Reinkind finna fyrir ţví í sigrinum á EM 2014.
Vignir Svavarsson og Sverre Jakobsson láta Harald Reinkind finna fyrir ţví í sigrinum á EM 2014. VÍSIR/AFP

Eins og fyrir Evrópumótið í handbolta í Danmörku fyrir tveimur árum þar sem Ísland og Noregur voru saman í riðli hafa norskir handboltasérfræðingar enga trú á íslenska liðinu.

Það sama er uppi á teningnum núna, en þrátt fyrir að Noregur hafi ekki unnið strákana okkar í átta ár (9 leikir; 6 sigrar, 3 jafntefli) spá Norðmenn sínum mönnum öðru sæti í riðlinum eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi.

Sjá einnig: Handvarpið: Hitað upp fyrir EM 2016

„Noregur kemst í milliriðil eftir að lenda í öðru sæti riðilsins. Við endum svo í fimmta til áttunda sæti,“ segir Öysten Haväng, fyrrverandi landsliðsmaður, Noregs í viðtali við Verdens Gang.

Haväng var fenginn til að spá í spilin ásamt þeim Bent Svele, sérfræðingi TV2, og Frode Scheie, fyrrverandi landsliðsmarkverði Noregs sem starfar fyrir Viasat á mótinu í Póllandi. Þessir herramenn eiga samtals að baki 408 landsleiki fyrir Noreg og eru Svele og Scheie á sama máli og Haväng.

„Ég held að Noregur náði öðru sætinu eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi. Við spilum svo um sjöunda sætið,“ segir Svele.

Sjá einnig: Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum

Frode Scheie virðist ætla að gera sömu mistök og hann gerði fyrir tveimur árum, en hann sagði þá íslenska liðið vera komið yfir sín bestu ár og að norsku strákarnir ættu að vinna nokkuð auðveldlega.

Strákarnir okkar tróðu því ofan í hann aftur með lauféttum fimm marka sigri, 31-26, en Scheie var hálfpartinn kennt um tapið í Noregi og naut hann lítilli vinsælda fyrir að kveikja í íslenska liðinu.

„Ég veðja á að við endum í öðru sæti, en við getum unnið alla leikina. Möguleikar okkar á móti Króatíu eru 40-60, á móti Íslandi, 55-45, og á móti Hvíta-Rússlandi, 60-40. Við endum í sjöunda sæti,“ segir Frode Scheie við Verdens gang.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Norskir sérfrćđingar hafa enga trú á strákunum okkar
Fara efst