Innlent

Norska lögreglan athugar alla útlendinga

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Flugvallaröryggisvörður að vinnu. Myndin tengist frétt ekki beint.
Flugvallaröryggisvörður að vinnu. Myndin tengist frétt ekki beint. Vísir/ap
Við lendingu á Torp-flugvelli í Noregi voru allir farþegar sem ekki voru norskir látnir gangast undir lögregluathugun. Þetta kemur fram í blaðinu VG.

Farþegi að nafni Benjamin Frantzen sendi blaðinu myndband þar sem lögregla tekur alla farþega vélarinnar sem ekki eru norskir ríkisborgarar fyrir og lætur þá ganga undir skoðun, en Frantzen segir lögreglufulltrúa hafa valið úr hópnum út frá húðlit hvers og eins farþega.

Að sögn Benjamin sást greinilega að þeir sem gengust undir skoðunina voru ekki sérlega ánægðir með mismununina.

Viðbúnaður lögreglu í Noregi hefur verið aukinn talsvert síðan stjórnvöldum barst hryðjuverkahótun, en í dag hélt lögreglan blaðamannafund þar sem tilkynnt var að dregið yrði úr viðbúnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×