Innlent

Norrænusmygl: Allir áfram í farbanni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá tollaeftirliti við Seyðisfjörð.
Frá tollaeftirliti við Seyðisfjörð. vísir
Búið er framlengja farbann yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa smyglað rúmlega 20 kílóum af fíkniefnum hingað til lands með Norrænu í september á síðasta ári.

Um er að ræða tvo Íslendinga og tvo Hollendinga. Farbann yfir mönnunum rann út í dag en Héraðsdómur Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglunnar um að þeir skyldu áfram sæta farbanni næstu fjórar vikurnar, eða til 15. mars.

Mennirnir sátu allir í gæsluvarðhaldi fyrir áramót en hafa síðan þeir losnuðu úr gæsluvarðhaldi í desember verið í farbanni. Engin takmörk eru fyrir því hversu lengi grunaðir menn geta sætt farbanni, svo framarlega sem að skilyrði fyrir farbanni samkvæmt sakamálalögum séu uppfyllt.


Tengdar fréttir

Norrænusmygl: Allir í farbanni fram á nýtt ár

Tveir Íslendingar og tveir Hollendingar munu sæta farbanni fram á nýtt ár en þeir eru grunaðir um að hafa smyglað 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins í september.

Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju

Angelo Uijleman hélt hann væri að fara í fría ævintýraferð til Íslands en var handtekinn fyrir grun um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Hann talar um þungbæra einangrun á Litla-Hrauni, bankamennina á Kvíabryggju og einmanaleg jól án fjölskyldunnar.

Norrænusmygl: Fjórmenningarnir áfram í farbanni

Búið er framlengja farbann yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa smyglað rúmlega 20 kílóum af fíkniefnum hingað til lands með Norrænu í september á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×