Innlent

Norrænusmygl: Áfram í farbanni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gert að sæta farbanni þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 31. maí 2016.
Gert að sæta farbanni þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 31. maí 2016.
Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem er sterklega grunaður um að hafa, ásamt öðrum, staðið að innflutningi á 19 kílóum af amfetamíni og 2,5 kílóum af kókaíni frá Hollandi til Íslands með ferjunnu Norrænu 22. september á síðasta ári.

Manninum er gert að sæta farbanni þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 31. maí 2016 til klukkan 16.00

28. september á síðasta ári voru tveir erlendir aðilar handteknir eftir að komið til lands þann 22. september. Við leit í bifreið þeirra fannst umrætt magn fíkniefnia. Lögreglan hafði eftirlit með bifreiðinni. Við það eftirlit hafi lögreglan ítrekað orðið vör við aðra bifreið sem hafi virst fylgja hinni eftir.

Við frekari skoðun voru tveir menn sem höfðu umráð yfir þeirri bifreið handteknir. Við leit á heimili og í bifreið mannsins sem sætir nú farbanni fundist munir og gögn sem tengja ákærða við innflutning fíkniefnanna.

Maðurinn þykir vera undir sterkum grun um aðild að broti sem geti varðað allt að 12 ára fangelsi. Að mati ákæruvalds þyki meint aðild ákærða mikil en hún sé talin tengjast skipulagningu og flutningi fíkniefnanna hingað til lands.


Tengdar fréttir

Norrænusmygl: Allir í farbanni fram á nýtt ár

Tveir Íslendingar og tveir Hollendingar munu sæta farbanni fram á nýtt ár en þeir eru grunaðir um að hafa smyglað 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins í september.

Norrænusmygl: Allir áfram í farbanni

Búið er framlengja farbann yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa smyglað rúmlega 20 kílóum af fíkniefnum hingað til lands með Norrænu í september á síðasta ári.

Norrænusmygl: Fjórmenningarnir áfram í farbanni

Búið er framlengja farbann yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa smyglað rúmlega 20 kílóum af fíkniefnum hingað til lands með Norrænu í september á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×