Erlent

Norrænt fæði bætir heilsuna

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Rótargrænmeti er sagt hollur matur.
Rótargrænmeti er sagt hollur matur. NORDICPHOTOS/GETTY
Norrænn matur, sem inniheldur til dæmis rótargrænmeti og kjöt af villtum dýrum, getur verið jafnhollur og Miðjarðarhafsmatur.

Þetta er niðurstaða könnunar danskra vísindamanna sem kynnt var á ráðstefnu um hjartasjúkdóma í Barcelona.

Borin voru saman áhrif norræns matar við áhrif venjulegs dansks heimilismatar. Hálfu ári eftir að samanburðurinn hófst hafði hópurinn sem fékk norrænan mat lést mest og einnig dregið úr hættunni á að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Sænska ríkisútvarpið greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×