Innlent

Norrænir miðlar greina frá líkfundinum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Forsíða Expressen.se
Forsíða Expressen.se Skjáskot
Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag.

Sjá einnig: Telja sig hafa fundið lík Birnu við fjöruna við Selvogsvita

Nær allir stóru norrænu miðlarnir eru búnir að greina frá líkfundinum á Reykjanesi, svo sem hinir norsku Verdens Gang og Tv2.

Sænsku miðlarnir ExpressenGP og Aftonbladet hafa að sama skapi skrifað frétt um fundinn, rétt eins og dönsku BT, DREkstrabladet, Jyllands-Posten og hið færeyska In.fo.

Grænlenskir miðlar hafa haft mikinn áhuga á hvarfi Birnu, ekki síst vegna þjóðernis skipverjanna sem grunaðir eru um aðild að málinu. KNR og Sermitisaq hafa þannig greint frá líkfundinum á vefsvæðum sínum.

Á blaðamannafundi lögreglunnar kom fram að kennslanefnd Ríkislögreglustjóra vinni nú að því að staðfesta auðkenni en dánarorsök Birnu liggur ekki fyrir. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir eftir nokkra daga en Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni, sagði yfirgnæfandi líkur á því að henni hafi verið ráðinn bani. 


Tengdar fréttir

Styrkir tengingu mannanna við Birnu

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×