Sport

Norén í forystunni á Breska Masters

Alexander Noren er með forystuna á breska Masters mótinu.
Alexander Noren er með forystuna á breska Masters mótinu. Vísir/Getty
Svíinn Alexander Norén er með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á breska Masters mótinu í golfi.

Mótið fer fram á Grove vellinum í Watford á Englandi. Norén lék á sex höggum undir pari í dag eftir að hafa endað annan hringinn á tveimur skollum.

Norén er samtals á 16 höggum undir pari fyrir lokahringinn en mótið er hluti af evrópusku mótaröðinni. Richard Bland er í öðru sæti á 13 höggum undir pari og þar næst koma fjórir kylfingar á 12 höggum undir pari.

Hinn margreyndi Lee Westwood er ekki langt undan en hann hefur leikið ágætis golf og er fimm höggum á eftir Noren.

Graham McDowell sem meðal annars hefur leikið með Ryder liði Evrópu er einnig skammt á eftir forystusauðunum og hann sagði í viðtali eftir hringinn í dag að hann væri á ný orðinn hungraður í að spila golf.

„Ég er góðu formi og hef fengið hugrið fyrir golfinu til baka á nýjan leik. Ég þarf að gleyma því að ég átti sex högg á síðustu holunni í dag og koma til baka aftur á morgun, leika minn leik og sjá hvað gerist. Áhorfendur hér eru frábærir og flatirnar eru frábærar á þessum tíma ársins í Englandi.“

McDowell var ekki hluti af Ryder liði Evrópu sem tapaði gegn Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins eftir að hafa verið í sigurliði Evrópu bæði árið 2010 og 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×