Noregur tapađi fyrir lćrisveinum Guđmundar

 
Handbolti
15:47 09. JANÚAR 2016
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Danmörk vann granna sína í Noregi 34-30 á Gullmótinu í Frakklandi í dag, en Norðmenn verða mótherjar Íslands í riðlakeppninni á EM í Póllandi síðar í mánuðinum.

Noregur, Danmörk, Katar og gestgjafarnir Frakkar eru á mótinu og spila þar allir gegn öllum. Danirnir unnu fyrst leik sinn í mótinu gegn Katar á meðan Norðmenn töpuðu með einu marki gegn Frökkum.

Lokatölur urðu eins og fyrr segir fjögurra marka sigur Dana, 34-30, eftir að Danirnir höfðu leitt 17-15 í hálfleik. Annar sigur Dana á mótinu og þeir líta vel út lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar.

Mótinu lýkur á morgun, en þá spila Norðmenn gegn Katar. Ísland spilar einmitt fyrsta leik sinn gegn Norðmönnum á Evrópumótinu í Póllandi þann 15. janúar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Noregur tapađi fyrir lćrisveinum Guđmundar
Fara efst