SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 20:45

Martrađabyrjun í fyrsta leik Noregs undir stjórn Lars

SPORT

Noregur tapađi fyrir lćrisveinum Guđmundar

 
Handbolti
15:47 09. JANÚAR 2016
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Danmörk vann granna sína í Noregi 34-30 á Gullmótinu í Frakklandi í dag, en Norðmenn verða mótherjar Íslands í riðlakeppninni á EM í Póllandi síðar í mánuðinum.

Noregur, Danmörk, Katar og gestgjafarnir Frakkar eru á mótinu og spila þar allir gegn öllum. Danirnir unnu fyrst leik sinn í mótinu gegn Katar á meðan Norðmenn töpuðu með einu marki gegn Frökkum.

Lokatölur urðu eins og fyrr segir fjögurra marka sigur Dana, 34-30, eftir að Danirnir höfðu leitt 17-15 í hálfleik. Annar sigur Dana á mótinu og þeir líta vel út lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar.

Mótinu lýkur á morgun, en þá spila Norðmenn gegn Katar. Ísland spilar einmitt fyrsta leik sinn gegn Norðmönnum á Evrópumótinu í Póllandi þann 15. janúar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Noregur tapađi fyrir lćrisveinum Guđmundar
Fara efst