Innlent

Noregur féllst ekki á hlut Íslands

Haraldur Guðmundsson skrifar
Fundurinn var haldinn í London dagana 21. til 23 október.
Fundurinn var haldinn í London dagana 21. til 23 október. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Norðmenn vildu ekki samþykkja hlut Íslands af heildarafla makríls á árlegum fundi strandríkja um stjórnun makrílveiða í norðaustanverðu Atlantshafi. Samkomulag um skiptingu aflahlutdeildar fyrir næsta ár náðist því ekki en önnur strandríki vildu samþykkja hlut Íslands.

Vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) var kynnt á fundinum. Ráðgjöfin sýnir sterka stöðu makrílstofnsins og mikla makrílgengd í íslenskri lögsögu á sumrin, samkvæmt frétt atvinnuvegaráðuneytisins um fundinn.

„Það er mjög óheppilegt að strandríkin hafi ekki náð samkomulagi um ábyrga stjórn veiða úr þessum mikilvæga stofni. Það er líka mikið áhyggjuefni að þessi sömu ríki hafa enn ekki náð samkomulagi um stjórnun veiða á öðrum sameiginlegum stofnum uppsjávarfiska á norðaustanverðu Atlantshafi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×