Erlent

Norður-Kóreumenn æfa árásir á Suður-Kóreu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/EPA
Norður-Kóreski herinn æfði fyrir skömmu innrás í Suður-Kóreu. Þetta kom fyrst fram í ríkisfjölmiðli landsins en Reuters greindi frá.

Voru meðal annars æfðar sprengjuárásir á valin skotmörk í Suður-Kóreu líkt og þinghús landsins.

Suður-Kóreumenn óttast að nágrannar þeirra í norðri muni reyna að nýta sér það óvissuástand sem uppi er í stjórnmálum landsins um þessar mundir en í gær mótmæltu hundruðir þúsunda Suður-Kóreumanna spillingu æðstu ráðamanna landsins.

Norður-Kóreski ríkisfjölmiðillinn sagði ekki hvenær æfingarnar hefðu farið fram en tók fram að leiðtogi landsins Kim Jong Un hefði persónulega stýrt æfingunum.  

Suður-Kóreski herinn fordæmdi heræfingar nágranna sinna í norðri og sagðist fullkomlega reiðubúinn til þess að svara öllum hótunum með valdi, ef þess þyrfti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×