Erlent

Norður-Kórea reyndi eldflaugaskot

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu. vísir/getty
Norður-Kóreumenn reyndu enn eitt eldflaugaskotið í nótt en í þetta sinn virðist sem það hafi mistekist, að sögn talsmanna hersins í Suður-Kóreu. Svo virðist sem að um langdræga eldflaug hafi verið að ræða en það er þó óljóst.

 

Undanfarið hafa norðanmenn verið að gera tilraunir með meðaldrægar flaugar og hafa þrjú slík skot misheppnast frá því í apríl.

Norður-Kóreu er óheimilt að gera tilraunir með slíkar flaugar og því hefur spennan á Kóreuskaga farið mjög vaxandi undanfarin misseri eftir að herinn fór að færa sig upp á skaptið í tilraunum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×