Erlent

Norðmenn vilja inn í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna

Atli Ísleifsson skrifar
Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs.
Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs. Vísir/AFP
Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs, greindi frá því í morgun að ríkisstjórnin muni leggja aukinn kraft í framboð Noregs til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Brende greindi frá þessu á norska þinginu í morgun. Noregur sækist eftir sæti í ráðinu fyrir hönd hóps Vestur-Evrópuríkja og annarra kjörtímabilið 2021 til 2022.

Írland hefur einnig tilkynnt um framboð til öryggisráðsins tímabilið 2021 til 2022.

Noregur átti síðast sæti í öryggisráðinu 2001 til 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×