Handbolti

Norðmenn þurfa að vinna upp sex marka forskot Slóvena

Anton Ingi Leifsson skrifar
Noregur er með bakið upp við vegg.
Noregur er með bakið upp við vegg. vísir/getty
Norðmenn þurfa að vinna upp sex marka forskot Slóvena ætli þeir sér á HM í handbolta í janúar, en þeir töpuðu fyrri leik liðanna í Slóveníu í dag, 24-18.

Slóvenar voru 10-8 yfir í hálfleik, en voru miklu sterkari aðilinn í síðari hálfleik og eru með sex marka forskot eftir fyrri leikinn.

Blaz Janc var markahæstur Slóvena með sex mörk, en Kristian Björnsen gerði fimm mörk fyrir Norðmenn.

Tékkar eru í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Makedóníu, en þeir unnu fyrri leik liðanna 28-22 í Tékklandi í dag.

Heimamenn byrjuðu betur og voru 14-10 yfir í hálfleik, en þær bættu svo í forystuna í síðari hálfleik, en þeir náðu mest sjö marka forskoti. Lokatölur 28-22.

Ondrej Zdrahala skoraði sjö mörk fyrir Tékka, en hjá Makedóníu var Kiril Lazarov markahæstu sem fyrr með átta mörk.

Ísland og Portúgal mætast í Laugardalshöll á morgun í umspili um laust sæti á HM í janúar, en það er fyrri leikur liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×