Viðskipti erlent

Norð­menn lækk­a leyf­i­legt há­marks­út­tekt­ar­hlut­fall úr ol­í­u­sjóðn­um

atli ísleifsson skrifar
Fjármálaráðherrann Siv Jensen og forsætisráðherrann Erna Solberg.
Fjármálaráðherrann Siv Jensen og forsætisráðherrann Erna Solberg. Vísir/AFP
Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka hámarkshlutfall þess fjár sem heimilt er að taka út úr olíusjóði Norðmanna á ári hverju úr fjögur í þrjú prósent.

Frá þessu greindu forsætisráðherrann Erna Solberg og fjármálaráðherrann Siv Jensen á blaðamannafundi nú síðdegis.

Ætlunin með þessu hámarkshlutfalli er að tryggja jafna og sjálfbæra nýtingu sjóðsins, sem heldur utan um tekjur af olíuframleiðslu Norðmanna.

Solberg segir ástæður ákvörðunarinnar vera þróun alþjóðlegra fjármálamarkaða og lækkandi arðsemi af fjárfestingum erlendis. Lækka þurfi hlutfallið til að tryggja sjálfbærni sjóðsins.

Ríkisstjórn Jens Stoltenberg kom reglunni um hámarksnýtingarhlutfall (n. Handlingsregelen) á árið 2001. Ríkisstjórnir hafa sótt fé út sjóðnum og kynnt ætlað nýtingarhlutfall við kynningu fjárlaga á hverju ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×