Fótbolti

Norðmenn gerðu Gumma Ben að þungarokkara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason skoraði og Gummi Ben varð heimsfrægur.
Arnór Ingvi Traustason skoraði og Gummi Ben varð heimsfrægur. Mynd/Samsett
Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður á 365 og aðstoðarþjálfari KR-inga, er orðinn einn frægasti Íslendingurinn eftir að lýsing hans á sigurmarki Íslands á móti Austurríki fór á flaug á netinu.

Markið færði íslenska liðinu annað sætið í F-riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum.

Stórar sjónvarpsstöðvar hafa sýnt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar með lýsingu Gumma Ben og hann hefur einnig farið í viðtöl hjá þeim nokkrum eins og til dæmis BBC.

Sjá einnig:Lagerbäck um Gumma Ben: He went a little crazy

Íslendingar hafa eins og aðrir í heiminum horft mörgum sinnum á það þegar Gummi Ben gjörsamlega missir sig í lýsingunni og það er bæði hægt að hafa lýsingu hans undir  myndbandinu með markinu eða þá bara að horfa á myndbandið af Guðmundi sjálfum.

Nýjast innleggið í umfjöllun heimspressunnar um þessa heimsfrægu lýsingu Gumma Ben er sérstök þungarokksútgáfa sem frændur okkar í Noregi setti saman.

Sjá einnig:Sjáðu sigurmark Arnórs í lýsingu Gumma Ben

Knut Folkestad í þættinum Fru Larsens á NRK gerði Gumma Ben að þungarokkara en í raun má segja að kappinn sé kominn alla leið í dauðarokkið.

Hvort þetta lag verði vinsælt á Íslandi eða í Noregi verður að koma í ljós en skemmtilegt er það. Fyrir áhuga saman má sjá nýjasta þungarokkslagið hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×