Innlent

Norðmenn gáfu okkur hríðskotabyssurnar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
"Byssurnar sem Björn Valur heldur fram að ræni fé úr velferðarkerfinu voru gjöf frá Norðmönnum,“ segir Jóhannes Þór.
"Byssurnar sem Björn Valur heldur fram að ræni fé úr velferðarkerfinu voru gjöf frá Norðmönnum,“ segir Jóhannes Þór. Vísir
Hríðskotabyssurnar sem ríkislögreglustjóri hefur fengið var gjöf frá Norðmönnum. Þetta staðfestir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, á Facebook-síðu sinni. Þar svarar hann gagnrýni stjórnarandstöðuþingamanna um forgangsröðun fjármuna.

„Staðreyndirnar eru einfaldar: Byssurnar sem Björn Valur heldur fram að ræni fé úr velferðarkerfinu voru gjöf frá Norðmönnum, sem gott samstarf hefur verið við í löggæslumálefnum í fjölda ára. Svo kostnaðurinn við þau "kaup" er enginn,“ skrifar hann.

Þá bendir hann einnig á að ráðherrar veiti ekki leyfi fyrir einstökum kaupum lögreglu. Vísir fjallaði um það fyrr í dag að lögregla þurfi ekki að bera undir ráðherra eða Alþingi hvar byssur lögregluembætta séu geymdar. Það er þeim í sjálfvald sett að kaupa og geyma byssur í lögreglubílum.


Tengdar fréttir

Aukið við vopnabúnað lögreglunnar

Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu.

Stefnubreyting ef vopna á lögregluna

Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að ákveða að hafa vopn í öllum lögreglubílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×