FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 02:00

Ólafía Ţórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring

SPORT

Norđmenn drógu kćruna til baka

 
Handbolti
10:01 30. JANÚAR 2016
Skjáskot af lokasekúndu leiksins í gćr.
Skjáskot af lokasekúndu leiksins í gćr.

Handknattleikssamband Noregs hefur ákveðið að draga kæru sína til baka og munu því úrslitin í leiknum gegn Þýskalandi á EM í handbolta standa óbreytt.

Norðmenn töldu að Þýskaland hafi verið með of marga leikmenn inni á vellinum áður en leiktíminn rann út og virtust upptökur í sjónvarpi styðja það.

Sjá einnig: Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið

Framlengja þurfti leikinn, sem var æsispennandi, en Þjóðverjar skoruðu sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir lok framlengingarinnar.

Í yfirlýsingu norska sambandsins kemur fram að fram hafi komið fjöldi myndbanda og ljósmynda sem styðja kæru norska sambandsins. Hið rétta hefði verið að vísa leikmanni Þýskalands af velli og að Noregur fengi að spila síðustu sekúndur leiksins í yfirtölu.

Sjá einnig: Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu

„Noregur trúir á „fair play“ og að úrslit leiksins eigi að ráðast inn á vellinum en ekki í fundarherbergi,“ segir í yfirlýsingu norska sambandsins. „Þess vegna óskuðum við eftir því að starfsmenn [á ritaraborði] myndu bregðast við þegar brotin áttu sér stað.“

„Þrátt fyrir sterk sönnunargögn hefur Noregur ákveðið að draga kæruna sína til baka. Við höfum í bréfi til EHF óskað eftir því að handboltinn bregðist við svo að svona lagað muni ekki endurtaka sig.“

Sjá einnig: Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM

Noregur mætir Króatíu í bronsleiknum á EM á morgun en Þýskaland og Spánn mætast í úrslitaviðureigninni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Norđmenn drógu kćruna til baka
Fara efst