Innlent

Nokkur vitni að árásinni verið yfirheyrð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Allar líkur eru á því að krafist verði gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um að hafa ráðist á annan mann en árásin átti sér stað utandyra á Sæmundargötu.
Allar líkur eru á því að krafist verði gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um að hafa ráðist á annan mann en árásin átti sér stað utandyra á Sæmundargötu. vísir/stöð 2
Skýrslutökur standa nú yfir vegna rannsóknar lögreglu á hnífstunguárás í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt.

Allar líkur eru á því að krafist verði gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um að hafa ráðist á annan mann en árásin átti sér stað utandyra á Sæmundargötu. Þetta segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Mennirnir eru á þrítugsaldri og eru félagar. Meintur árásarmaður er grunaður um að hafa stungið félaga sinn með hníf í bakið en honum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans.

Nokkur vitni að árásinni hafa verið yfirheyrð að sögn Árna. Þá er verið að yfirheyra manninn sem grunaður er um árásina.

Aðspurður hvaða áhrif það hefur á rannsóknina að ekki sé hægt að yfirheyra brotaþola segir Árni það vissulega geta stöðvað rannsóknina svolítið þar sem mikilvægar upplýsingar vegna hennar geti komið frá manninum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×