Innlent

Nokkrir dagar til að framkalla pólitíska fimmburafæðingu Pírata

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Birgitta, Sigurður, Ragnheiður og Svavar verða í Víglínunni.
Birgitta, Sigurður, Ragnheiður og Svavar verða í Víglínunni. Vísir
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata sem í gær tók við umboði forseta Íslands til að mynda ríkisstjórn, verður í Víglínunni í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi strax að loknum Bylgjufréttum klukkan 12:20. Hún segir Pírata óvænt vera komna í pólitíska brúarsmíð milli flokka til vinstri og hægri í íslenskum stjórnmálum.

Sjá einnig: Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og starfandi forsætisráðherra kemur einnig í þáttinn. Framsóknarflokknum hefur að mestu verið haldið á hliðarlínunni undanfarnar fimm vikur í tilraunum til að mynda starfhæfan meirihluta á Alþingi.

Hann segir flokkinn hins vegar hafa verið nauðsynlegt lím við myndun ríkisstjórna í áratugi og erfitt hafi reynst að mynda ríkisstjórnir án hans.

Þá koma pólitísku kempurnar Ragnheiður Ríharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og þingflokksformaður og Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og ráðherra, einnig í Víglínuna.

Þau þekkja vel til innviðanna í íslenskum stjórnmálum en geta nú, þegar þau hafa kvatt þann vettvang, greint stöðuna útfrá sjónarhóli þeirra sem fylgjast með pólitískum refskákum dagsins í dag.

Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax

Ekki missa af Víglínunni í umsjón Heimis Más Péturssonar í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 klukkan 12:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×