Lífið

Nokkrar af ógleymanlegum minningum um David Bowie sem þú getur horft á núna

Birgir Olgeirsson skrifar
David Bowie í Top of the Pops árið 1977.
David Bowie í Top of the Pops árið 1977.
Margir þeirra sem syrgja andlát breska tónlistarmannsins David Bowie í eru margir hverjir svekktir yfir þeirra tilhugsun að þeir létu aldrei verða að því að sjá goðið á sviði. Þó svo að ekkert muni koma í staðinn fyrir að sjá Bowie sjálfan í lifandi lífi fyrir framan sig þá er hægt að ylja sér við minningarnar sem hann skilur eftir sig.

Hér fyrir neðan er að finna samantekt frá vefnum Vulture yfir nokkra af bestu flutningum David Bowie á sviði:

        

Space Oddity - Hits A Go Go (1969)

Þó ekki sé um lifandi flutning að ræða þá kemst þessi á lista vegna þessarar flottustu hárgreiðslu sem sögur fara af. 

Starman í Top of the Pops (1972)

Þetta var í fyrsta skiptið sem Bowie kom fram í þættinum Top of the Pops og náði að sjálfsögðu að stela senunni. 

Oh! You Pretty Things – Old Grey Whistle Test (1972)

Bowie situr við píanóið í þessum breska tónlistarþætti. Þessi upptaka var hins vegar ekki sýnd fyrr en tíu árum eftir að hún var mynduð.

Moonage Daydream – Hammersmith Odeon (1973)

Ziggy Stardust and the Spiders From Mars á toppi ferils síns í Lundúnum.

The Jean Genie – Top of the Pops (1973)

Young Americans - The Dick Cavett Show (1974)

Heroes – Top of the Pops (1977)

The Man Who Sold the World – Saturday Night Live (1979)

Bowie fékk kabarett-stjörnurnar Klaus Nomi og Joey Arias til að flytja lagið með sér og gerði um leið þáttinn ógleymanlegan.

David Bowie - SNL - 1979 from E.J. Friedman on Vimeo.

Life on Mars? – The Tonight Show (1980)

 TVC 15 – Live Aid 1985 

Hurt - The Outside Tour (1995)

Bowie fór í tónleikaferð með The Nine Inch Nails þetta ár og fluttu hann og Trent Reznor lagið Hurt saman. 

Quicksand – Madison Square Garden (1997)

Robert Smith úr sveitinni The Cure tekur lagið af Hunky Dory-plötunni með Bowie á 50 ára afmælistónleikum hans í New York.

China Girl – Glastonbury (2000)

Bowie rokkaði ótrúlegt hár á þessari tónlistarhátíð. Geri aðrir betur. Sound and vision – Live by Request (2000)


Tengdar fréttir

Stjörnurnar minnast David Bowie

Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter.

Rothögg að spyrja bana Bowies

Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×