Viðskipti erlent

Nokia með nýja Android spjaldtölvu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Finnska fyrirtækið Nokia hefur svipt hulunni af nýjustu græju fyrirtækisins sem er jafnframt sú fyrsta eftir að Microsoft keypti símahluta þess. Nokia hefur horfið frá notkun á Windows stýrikerfinu en nýja græjan er spjaldtölva sem keyrir á Android.

Tölvan, sem heitir N1 tablet, er sláandi lík iPad Mini tölvunni frá Apple en hún er allt í senn ódýrari, léttari og þynnri. Það sem mest athygli vekur er hinsvegar USB tengið neðst á tölvunni sem er svokallað USB Type-C.

N1 spjaldtölvan er búin 2.4GHz quad-core Intel Atom Z3580 örgjörva, 2GB af RAM, og 32GB af geymsluplássi. Auk þess er hún með 8 megapixla myndavél á bakhliðinni og 5 megapixla myndavél að framan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×