Viðskipti erlent

Nokia í verulegum vanda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ AFP.
Sala á snjallsímum eykst stöðugt, en Nokia símaframleiðandinn á í vök að verjast. Tölur frá greiningafyrirtækinu Gartner sýna að snjallsímasala jókst um tæp 47% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabili í fyrra. Sala á öðrum farsímum dróst hins vegar saman um 3,1%.

Samsung og Apple njóta mikillar velgengni í snjallsímavæðingu heimsins og eru nú samanlagt með um 47% af markaðnum. Nokia gengur aftur á móti afar illa og féll úr þriðja sæti yfir mest seldu símana frá öðrum ársfjórðungi í ár og er nú í sjöunda sæti.

Nokia seldi allt í allt 7,2 milljónir síma á síðasta fjórðungi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×