Lífið

Nóg um að vera hjá Gretu Salóme í Svíþjóð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Greta er með mörg járn í eldinum þessa dagana.
Greta er með mörg járn í eldinum þessa dagana. vísir/skjáskot
Nú styttist óðfluga í Eurovision-keppnina sem í ár er haldin í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fyrra undanúrslitakvöldið verður haldið á þriðjudag en þá ræðst það hvort fulltrúi Íslendinga, Greta Salóme, komist áfram í úrslitin á laugardag. Hún er því með mörg járn í eldinum þessa dagana.

Að mörgu er að hyggja fyrir flutninginn þótt lagið sé stutt.

„Þetta eru þriggja mínútna lög... og allt vesenið sem fylgir þessu!“ sagði Greta Salóme þegar Eurovision-útsendari Vodafone náði af henni tali.

Greta hélt í gær meðal annars tónleika í Euroklúbbnum svokallaða, svo fátt eitt sé nefnt, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×