Lífið

Nöfn þeirra sem skipa íslensku dómnefndina í Eurovision

Birgir Olgeirsson skrifar
Petra Mede og Mans Zelmerlow eru kynnar Eurovision í ár.
Petra Mede og Mans Zelmerlow eru kynnar Eurovision í ár. Vísir/Getty
Úrslit söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Globen í Stokkhólmi, Svíþjóð, annað kvöld. Ísland verður fjarri góðu gamni eftir að Greta Salóme komst ekki upp úr undanriðlinum með lagið Hear Them Calling síðastliðið þriðjudagskvöld. Íslendingar munu þó taka þátt í fjörinu á morgun.

Áhorfendur taka þátt í símakosningunni og þá mun fimm manna dómnefnd frá Íslandi einnig hafa sitt að segja.

Hana skipa:

  • Kristín Björg Þorsteinsdóttir fyrrverandi dagskrárgerðarmaður (formaður dómnefndar)
  • Magnús Jón Kjartansson tónlistarmaður
  • Kristjana Stefánsdóttir tónlistarmaður
  • Vera Hjördís Matsdóttir tónlistarnemi
  • Björgvin Ívar Baldursson tónlistarmaður
Fyrirkomuleg stigagjafarinnar hefur verið breytt fyrir þessa keppni þannig að hægt verður að fá 1 – 8 stig, 10 stig og 12 stig frá dómnefnd hverrar þjóðar og sömuleiðis 1 – 8 stig, 10 stig og 12 stig úr símakosningu hverrar þjóðar. Mun þetta því tvöfalda stigafjöldann í keppninni í ár.Áhorfendur hafa kost á að greiða atkvæði í keppninni í gegnum símhringingu, með SMS-i eða í gegnum opinbert app Eurovision-keppninnar.

Eftir að niðurstaða dómnefndar hverrar þjóðar hefur verið tilkynnt, þar sem tíu þjóðir geta fengið 1 – 8 stig, 10 stig eða 12 stig,  þá verður tilkynnt um niðurstöðu símakosningar  þar sem tíu þjóðir fá annað hvort 1 – 8 stig, 10 stig eða 12 stig.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×