Handbolti

Nöddesbo: Heimskulegt ef Gummi hefði tekið Lasse út af

Arnar Björnsson skrifar
Jesper Nöddesbo gerði lítið úr atviknu þegar Miha Zvizej var rekinn af vell

„Ég sá ekki fyrra atvikið, sá leikmaður lenti í atviki fyrr í leiknum og það kom mér ekki á óvart að hann fyki útaf.  En atvikið þegar Slóveninn lenti í mér var aldrei rautt spjald. Við vorum bara að slást um boltann og það gerist í leikjum."

„Þetta var undarlegur leikur. Bæði liðin ætluðu sér sigur eftir vonbrigðin með að missa af tækifærinu á að spila til verðlauna. Eftir erfiða byrjun náðum við tökum á leiknum og tryggðum okkur sigur“.

Hvernig leggst leikurinn við Króata í ykkur?

„Við þurfum að spila af sama krafti og gegn Slóvenum í kvöld og vonandi dugar það til að vinna Króatana“.    

Hvað er hægt að segja um frammistöðu Lasse Svan Hansen?

„Þetta er ótrúleg frammistaða, hann lék mjög vel. Það hefði verið heimskulegt ef Guðmundur hefði tekið hann útaf. Ég held að hann hafi slegið markametið með danska landsliðinu í þessum leik“             


Tengdar fréttir

Zvizej: Erfiðar áherslur dómara

Tveir Slóvenar fuku af velli í leiknum við Dani, línutröllið Matej Gaber í byrjun seinni hálfleiks fyrir að setja olnbogann þéttingsfast í Mads Christiansen og 5 mínútum síðar fauk annar línumaður af velli, Miha Zvizej sem sagði þetta í samtali við Vísi eftir leikinn.

Skoraði 13 mörk úr 13 skotum

Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum.

Gummi: Var aldrei rólegur í seinni hálfleik

Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×