Erlent

Nóbelsskáldið Derek Walcott látinn

Derek Walcott kom frá Karíbahafseyjunni Sankti Lúsíu.
Derek Walcott kom frá Karíbahafseyjunni Sankti Lúsíu. Vísir/AFP
Rithöfundurinn og ljóðskáldið Derek Walcott er látinn, 87 ára að aldri.

Walcott lést á heimili sínu á Karíbahafseyjunni Sakti Lúsíu eftir langvarandi veikindi.

Walcott hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1992 og ljóðaverðlaun TS Eliot árið 2011. Hann er af mörgum talinn fremstur rithöfunda ríkja í Karíbahafi.

Á meðal merkustu verka Walcott eru ljóðasafnið In A Green Night: Poems 1948-1960 og Omeros, sem byggir á verkum Hómers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×