Íslenski boltinn

Njarðvíkingar sagðir funda vegna ummæla Guðmundar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur í leik með Keflavík.
Guðmundur í leik með Keflavík. vísir/valli
Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur boðað til fundar síðdegis vegna ummæla sem þjálfari liðsins, Guðmundur Steinarsson, lét falla á Twitter.

Þetta hefur Víkurfréttir samkvæmt áreiðanlegum heimildum.

Sjá einnig: Þjálfari Njarðvíkinga segir veru Bonneau hér á landi vera mikið leikrit

Tístið „Verður fróðlegt að sjá hvað ákveðin tegund af kærleik gerir núna? #flokkstjóri #sumaríReykjanesbæ„ hleypti mjög illu blóði í Njarðvíkinga.

Tíst Guðmundar kom í kjölfar þess að Stefan Bonneau sleit hásin í leik Njarðvíkur og Stjörnunnar. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari körfuboltaliðs Njarðvíkur, lét Guðmund meðal annars heyra það.

Menn í Njarðvík eru víst verulega ósáttir við Guðmund sem var leikmaður Keflavíkur í fótbolta í áraraðir.

Uppfært:

Samkvæmt heimildum Vísis mun stjórnin ekki ætla að funda um málið í dag. Þó verður að teljast líklegt að hún skoði málið næst er hún kemur saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×