Enski boltinn

Níundu meiðsli Sturridge í sama vöðvanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Sturridge skrifaði undir nýjan samning við Liverpool í byrjun október.
Daniel Sturridge skrifaði undir nýjan samning við Liverpool í byrjun október. Vísir/Getty
Liverpool hefur hafið ítarlega rannsókn á tíðum meiðslum Daniel Sturridge á lærvöðva en í vikunni var greint frá því að hann yrði frá næstu vikurnar eftir að þau tóku sig upp á æfingu í vikunni.

„Við teljum að þetta sé í níunda sinn sem hann hann hlýtur þessi meiðsli á ferlinum,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, í samtali við enska fjölmiðla í dag.

Sturridge hefur ekkert spilað með Liverpool síðan hann meiddist í leik með enska landsliðinu í byrjun september. Rodgers kenndi í fyrstu landsliðinu um meiðslin en segir nú að eitthvað meira liggi að baki.

„Svo virðist sem að það sé einhver önnur undirliggjandi orsök sem veldur meiðslunum. Læknateymið okkar er að skoða málið en rannsóknir sýna nú smávægilega rifu á vöðvanum rétt fyrir neðan þar sem hann meiddist síðast.“

„Þetta voru mikil vonbrigði fyrir Daniel og okkur líka. Við söknum þess sárt að vera án jafn sterks leikmanns og hans. Þetta kom nánast úr engu á æfingu og leit alls ekki út fyrir að vera alvarlegt.“

Belginn Divock Origi er í láni hjá franska liðinu Lille til loka tímabilsin sen enskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að Liverpool sé reiðubúið að greiða Lille ákveðna upphæð til að kalla hann til baka fyrr en áætlað var.

„Eins og málin standa nú munum við bara einbeita okkur að þeim leikmönnnum sem við erum með. Við verðum að gera eins vel og við getum úr aðstæðum okkar.“


Tengdar fréttir

Sturridge spilar ekki fyrir jól

Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, verður frá í sex vikur til viðbótar en hann meiddist aftan í læri á æfingu Liverpool í gær.

Sturridge meiddist einu sinni enn

Daniel Sturridge, enski landsliðsframherjinn hjá Liverpool, meiddist enn á ný á æfingu í dag og þarf að fara í myndatöku á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×