Enski boltinn

Níu stig í 16 leikjum hjá Newcastle undir stjórn Carver

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Newcastle undir stjórn John Carver.
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Newcastle undir stjórn John Carver. vísir/getty
Ekkert hefur gengið hjá Newcastle United á undanförnum mánuðum eða allt síðan John Carver tók við liðinu af Alan Pardew.

Pardew yfirgaf Newcastle og fór til Crystal Palace þegar tímabilið var nákvæmlega hálfnað. Þá var liðið í 10. sæti úrvalsdeildarinnar með 26 stig, mun nær Evrópusæti en fallsæti. Síðan hefur leiðin legið hratt niður á við.

Í dag er Newcastle í 15. sæti deildarinnar með 35 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.

Móralinn og aginn innan liðsins virðist vera í sögulegu lágmarki en tveir leikmenn Newcastle voru reknir út af í 3-0 tapinu gegn Leicester City á laugardaginn. Eftir leikinn sakaði Carver svo varnarmanninn Mike Williamson að hafa látið reka sig viljandi út af.

Mike Williamson var rekinn út af gegn Leicester City á laugardaginn.vísir/getty
Newcastle hefur aðeins fengið níu stig í 16 leikjum undir stjórn Carver og tapað síðustu átta leikjum sínum.

Hefði keppni í úrvalsdeildinni hafist um áramótin, þegar Carver tók við, væri Newcastle í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig, jafnmörg og nýliðar QPR.

Newcastle hefur aðeins unnið tvo leiki, gert þrjú jafntefli og tapað 11 af þeim 16 leikjum sem Carver hefur stýrt Skjórunum í. Markatalan er einnig hræðileg, eða 14-32. Liðið hefur m.ö.o. skorað minna en mark og fengið á sig tvö mörk að meðaltali í leik í stjórnartíð Carvers.

Staðan í úrvalsdeildinni hefði keppni hafist um áramótin.mynd/statto.com
Þau 0,56 stig sem Newcastle hefur halað inn síðan Carver tók við er þó ekki versti árangur knattspyrnustjóra í sögu úrvalsdeildarinnar. Hann kemst raunar ekki inn á topp 10 samkvæmst lista sem tölfræðisíðan Opta tók saman.

Samkvæmt listanum er Jimmy Gabriel versti knattspyrnustjóri í sögu úrvalsdeildarinnar en hann náði aðeins í eitt stig úr sjö leikjum - 0,14 stig að meðaltali í leik - þegar hann var bráðabirgðastjóri Everton tímabilið 1993-94.

Næstur á blaði kemur Paul Jewell sem fékk aðeins fimm stig af 72 mögulegum þegar hann stýrði Derby County tímabilið 2007-08.

Lista Opta má sjá í heild sinni hér að neðan.

Versti árangur knattspyrnustjóra í sögu úrvalsdeildarinnar.mynd/opta

Tengdar fréttir

Williamson neitar fyrir ásakanir Carver

Mike Williamson, varnarmaður Newcastle, gefur lítið fyrir þau ummæli stjóra Newcastle, John Carver, að Williamson hafi reynt að fá viljandi rautt spjald í tapi liðsins gegn Leicester í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×