Fótbolti

Níu nýliðar í hópnum sem mætir Póllandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andrea Rán Hauksdóttir er nýliði í hópnum.
Andrea Rán Hauksdóttir er nýliði í hópnum. vísir/valli
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi 17 leikmenn í hópinn sem mætir Póllandi í vináttuleik ytra 14. febrúar.

Ekki er um Alþjóðlegan leikdag að ræða og er hópurinn því eingöngu skipaður leikmönnum úr Pepsi-deildinni.

Níu nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, en það eru þær Andrea Rán Hauksdóttir, Guðrún Arnardóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir úr Breiðabliki, Eva Núra Abrahamsdóttir, Fylki, Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV, Hrafnhildur Hauksdóttir, Selfossi, Berglind Hrund Jónasdóttir, Stjörnunni, og Thelma Björk Einarsdóttir úr Val.

Leikurinn fer fram í Nieciecza í Póllandi þann 14. febrúar á Stadion Bruk-Bet Nieciecza.

Hópurinn:

Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki

Guðrún Arnardóttir, Breiðabliki

Málfríður Erna Sigurðardóttir, Breiðabliki

Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki

Svava Rós Guðmundsdóttir, Breiðabliki

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Fylki

Eva Núra Abrahamsdóttir, Fylk

Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV

Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi

Hrafnhildur Hauksdóttir, Selfossi

Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Stjörnunni

Arna Sif Ásgrímsdóttir, Val

Elín Metta Jensen, Val

Elísa Viðarsdóttir, Val

Thelma Björk Einarsdóttir, Val




Fleiri fréttir

Sjá meira


×