Íslenski boltinn

Níu mörk í fyrsta sigri ÍBV í Lengjubikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigríður Lára skoraði fyrir ÍBV.
Sigríður Lára skoraði fyrir ÍBV. vísir/ibvsport.is
Það vantaði ekki mörkin í Akraneshöllinni í gær þegar ÍBV vann Þór/KA, 5-4, í A-deild Lengjubikars kvenna. Leikurinn var fyrsti sigur ÍBV í riðlinum.

Þór/KA hafði unnið fyrstu tvo leikina sína gegn Fylki og Selfoss, en Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV yfir. Anna Rakel Pétursdóttir jafnaði metin, en Cloe Lacasse og Shaneka Gordon skoruðu fyrir ÍBV fyrir hlé. 3-1 í hálfleik.

Sigríður Lára Garðarsdóttir jók muninn í 4-1, áður en Andrea Mist Pálsdóttir minnkaði muninn í 4-2. Natasha Moraa Anasi kom svo ÍBV í 5-2, áður en Margrét Árnadóttir skoraði tvö mörk á síðustu tíu mínútunum. Lokatölur 5-4, ÍBV í vil.

Þór/KA er í öðru sætinu með sex stig eftir þrjá leiki, en ÍBV er í fimmta sæti af sex liðum, með þrjú stig eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×