Enski boltinn

Níu marka leikur í Bítlaborginni leikur ársins að mati Messunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Síðasta Messa ársins með þeim Guðmundi Benediktssyni, Hjörvari Hafliðasyni og Gunnleifi Gunnleifssyni fór fram í gær, en þar gerðu þeir félagar upp síðustu umferðina sem og tímabilið í heild sinni.

Þar völdu þeir leik ársins, en það var magnaður leikur Everton og Chelsea í þriðju umferð eða nánar tiltekið þann 30. ágúst 2014. Leikið var á Goodison Park í Bítlaborginni.

Leiknum lauk með 6-3 sigri Chelsea. Staðan var 0-2 fyrir Chelsea eftir þrjár mínútur, en 1-2 í hálfleik eftir að Kevin Mirallas minnkaði muninn fyrir Everton.

Staðan eftir 66 mínútur var 1-2, en lokamínúturnar voru heldur betur athyglisverðar. Mörkununum rigndi og lokatölurnar urðu eins og áður segir 6-3 sigur Chelsea.

Öll mörkin má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan í lýsingu Gumma Ben sem lýsti leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×