Sport

Níu mánaða bann fyrir að sparka í dómarann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nelson pósar fyrir dömurnar í salnum.
Nelson pósar fyrir dömurnar í salnum. vísir/getty
Þungavigtarbuffið Roy Nelson er kominn í langt frí frá UFC eftir að hafa verið settur í níu mánaða bann af bardagasambandinu.

Bannið fær hann fyrir að sparka í dómarann John McCarthy.

Nelson var ósáttur við hversu seint McCarthy stöðvaði síðasta bardaga hans en Nelson var þá að vinna yfirburðasigur. Svo fúll var hann út í dómarann að hann sparkaði í hann.

Fyrir sparkið fær hann níu mánaða bann og sekt upp á 2,8 milljónir króna.

UFC er til í að stytta bannið ef Nelson biður McCarthy opinberlega afsökunar. Eins og staðan er í dag hefur Nelson nákvæmlega engan áhuga á því að biðjast afsökunar.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×