Erlent

Níu látnir í ofsaveðri í Evrópu

Atli Ísleifsson skrifar
Stormurinn er einn sá mesti sem gengið hefur yfir Evrópu á síðustu árum, en hviður fóru víða í 192 kílómetra á klukkustund.
Stormurinn er einn sá mesti sem gengið hefur yfir Evrópu á síðustu árum, en hviður fóru víða í 192 kílómetra á klukkustund. Vísir/AP
Að minnsta kosti níu manns hafa látist í miklu óveðri sem hefur gengið yfir Þýskaland, Sviss og Austurríki.

Lögregluyfirvöld í löndunum segja að fjórir hafi látist í Þýskalandi og Austurríki þegar tré féllu á bíla þeirra. Í Austurríki lést einn af höfuðáverkum eftir að hafa fallið af stiga og í Þýskalandi lést annar þegar veggur féll saman.

Í frétt BBC segir að í Þýskalandi hafi þrír til viðbótar látist í bílslysum sem rakin eru til óveðursins.

Stormurinn er einn sá mesti sem gengið hefur yfir Evrópu á síðustu árum, en hviður fóru víða í 192 kílómetra á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×