Handbolti

Níu dagar þar til við komumst að því hvaða þjóð mun standa á milli Íslands og HM 2019

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Vísir/Ernir
Íslenska karlalandsliðið í handbolta endaði í 13. sæti á EM í Króatíu en þetta staðfesti evrópska handknattleikssambandið.





Um leið kom það í ljós að íslenska landsliðið verði í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil fyrir HM.

Dregið verður í HM-umspilinu 27. janúar næstkomandi eða eftir níu daga og daginn fyrir úrslitaleik EM í Króatíu sem fer fram sunnudaginn 28. janúar.

Umspilsleikirnir fara fram í júní næstkomandi þar sem strákarnir okkar munu mæta því liði sem þeir dragast á móti í tveimur leikjum, heima og að heiman.

Íslenska landsliðið gæti möguleika dregist gegn tveimur landsliðum sem eru þjálfuð af Íslendingum. Parekur Jóhannesson er þjálfari Austurríkis og Erlingur Birgir Richardsson er þjálfari Hollands.

Mögulegir mótherjar Íslands eru eftirtaldar þjóðir: Austurríki, Bosnía, Holland, Litháen, Portúgal, Rúmenía, Rússland, Svartfjallaland, Ungverjaland.

Ein þeirra mun standa á milli Íslands og HM 2019 sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi í janúar á næsta ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×