Enski boltinn

Níu ára strákur fékk miklu fleiri atkvæði en Lukaku, Lennon og Barkley | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hinn níu ára gamli George Shaw.
Hinn níu ára gamli George Shaw. Mynd/Twitter-síða Everton
Hinn níu ára gamli George Shaw sem vann hug og hjörtu áhorfenda á Goodison Park á dögunum fékk skemmtileg verðlaun í gær þar sem hann hafði betur í samkeppni við stórstjörnur Everton-liðsins.

George Shaw skoraði nefnilega flottasta mark Everton í janúarmánuði en hann fékk meira rúmlega 86 prósent atkvæða í kosningunni á heimasíðu Everton.

George Shaw skoraði markið sitt í hálfleik á leik Everton og Swansea City í ensku úrvalsdeildinni. George glímir við lömunarsjúkdóm og hafði sem harður Everton-stuðningsmaður dreymt um það að skora mark á Goodison Park.

Spánverjinn Gerard Deulofeu hjá Everton hjálpaði George Shaw við að upplifa drauminn sinn en hann tók eftir stráknum þegar hann sjá myndband með George Shaw á netinu. George Shaw var þá að leika listir sínar með boltann og var í treyju merktri Deulofeu.

„George er meiriháttar. Að hann hafi verið í minni treyju var sérstakt fyrir mig. Hann á stað í mínu hjarta," sagði Gerard Deulofeu við Liverpool Echo.

Markið hans George hafði betur í baráttunni við mörk frá Aaron Lennon, Ross Barkley og Kevin Mirallas, Mark Ross Barkley á móti Manchester City varð í öðru sæti með 6,18 prósent atkvæða en George fékk 86,07 prósent.

Það er hægt að sjá markið hans George Shaw hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×