Innlent

Nítján þúsund fylgdust með gosinu á sama tíma

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Netverjar hafa fylgst grannt með eldgosinu sem hófst í Holuhrauni, norðan Dyngjujökuls í nótt. Það hafa þeir gert í gegnum vefsvæði Mílu sem sýnir beint frá gosinu í gegnum tvær vefmyndavélar sem settar voru upp í síðustu viku en sást gosið meðal annars fyrst í gegnum vefmyndavélar þeirra.

Gríðar mikil umferð hefur verið á vefsvæði þeirra en þegar mest lét horfu um nítján þúsund, samtímis, á útsendingu þeirra.

Útsýni til gosstöðvarinnar var með góðu móti fyrsta klukkutímann en sett var upp svokölluð nætursýn (e. night vision) þegar tók að líða á og aðdráttur aukinn.

Eins og fyrr segir var vélunum komið upp í síðustu viku, þeirri fyrri hinn 18. ágúst á Grímsfjalli í Vatnajökli og hinni seinni 23. ágúst á Vaðöldu, norðan Vatnajökuls.  



Míla hefur starfrækt vefmyndavélar víða um land frá árinu 2010.

Hægt er að fylgjast með vakandi auga vélanna, ef svo má að orði komast, hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×