Erlent

Nítján slösuðust í bruna í New York

Vísir/AP
Að minnsta kosti nítján slösuðust þegar tvær byggingar í New York borg í Bandaríkjunum hrundu til grunna í kjölfar sprengingar. Mikill eldur blossaði upp og börðust 200 slökkviliðsmenn við eldinn sem læsti sig í fjórar byggingar.

Borgarstjóri New York, Bill de Blasio sagði að ekkert benti til þess að nokkur hafi farist í sprengingunni en bætti við að enn væri verið að rannsaka vettvanginn. Talið er líklegast að sprengingin hafi orðið þegar verið var að lagfæra gasleiðslur í öðru húsinu.

Byggingarnar sem um ræðir eru í hinu svokallaða East Village á Manhattan, nálægt New York háskóla og Washington Square garðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×