Erlent

Nítján látnir eftir hnífaárás í Japan

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá Sagamihara
Frá Sagamihara vísir/epa
Að minnsta kosti nítján eru látnir og á þriðja tug særðir eftir hnífaárás sem gerð var á heimili fyrir fólk með geðræn vandamál í japönsku borginni Sagamihara í nótt. Tuttugu og sex ára gamall maður hefur játað á sig verknaðinn, en hann er fyrrum starfsmaður sambýlisins.

Fjölmiðlar ytra greina frá því að maðurinn hafi brotist inn á heimilið og sagst vilja „þurrka út fólk með fötlun“. Hann er sagður hafa sent stjórnmálamönnum bréf þess efnis í febrúar þar sem hann hótaði því að drepa hundruð fatlaðra einstaklinga.

Fórnarlömb árásarinnar voru á aldrinum nítján til sjötíu ára. Alls særðust 25, þar af tuttugu alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×