Fótbolti

Nítján daga hvíld skylda eftir heilahristing

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmaður fær aðhlynningu eftir höfuðmeiðsli.
Leikmaður fær aðhlynningu eftir höfuðmeiðsli. Vísir/Getty

Enska knattspyrnusambandið gaf í dag út ný viðmið um hvernig bregðast eigi við þegar leikmenn fá alvarleg höfðumeiðsli og heilahristing.

Höfuðmeiðsli hafa verið langvarandi vandamál í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Í sumum tilfellum hafa slík meiðsli leitt til alvarlegra veikinda síðar á lífsleiðinni, löngu eftir að íþróttaferlinum er lokið.

Samkvæmt nýju viðmiðunum skal leikmaður tekinn úr leik eða af æfingu ef grunur leikur á um að hann sé með heilahristing. Honum er óheimilt að snúa aftur þann sama dag.

Í þeim tilvikum sem leikmenn eru svo greindir með heilahristing er þeim gert skylt að hvíla í að minnsta kosti nítján daga. Leikmenn átján ára og yngri verða að hvíla í minnst 23 daga.

Fræðast má nánar um viðmiðin hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×